• RSE
RSE

Markmið RSE er að auka skilning á mikilvægi frjálsra viðskipta og eignaréttinda fyrir lýðræðislegt og framsækið þjóðfélag og hyggst ná markmiðum sínum með rannsóknum, fræðslu, útgáfu, ráðstefnum og annarri starfsemi.

RSE, rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál, var stofnuð haustið 2004 af Ragnari Árnasyni prófessor, Birgi Þór Runólfssyni dósent, Jóhanni J. Ólafssyni stórkaupmanni, Jónasi Haralz fyrrverandi bankastjóra, og Birgi Tjörva Péturssyni héraðsdómslögmanni.

Ísland í klóm hrægamma?

25/ 08/ 2014

Þriðjudaginn 26. ágúst kl. 16:00 stendur RSE fyrir opnum fundi þar sem Hans Humes framkvæmdastjóri vogunarsjóðsins Greylock Capital heldur erindi um stöðu Íslands í gjaldeyrishöftum og um slitameðferð íslensku bankanna. Fundurinn verður haldinn í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands og er fundurinn öllum opinn. Fundarstjóri verður Sigurður Kári Kristjánsson lögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

Tekjudreifing, skattar og tekjujöfnun

25/ 08/ 2014

Út er komið fræðiritið Tekjudreifing, skattar og tekjujöfnun, sem RSE hefur gefið út í samstarfi við Almenna bókafélagið. Ritið er afrakstur rannsóknarverkefni sem RSE hefur styrkt um nokkurra ára skeið. Ristjórar eru Dr. Ragnar Árnason og Dr. Birgir Þór Runólfsson, en auk þeirra eiga Dr. Hannes H. Gissurarson, Dr. Helgi Tómasson, Axel Hall og Arnaldurmeira

Tækifæri á norðurslóðum

17/ 05/ 2013

Hvaða tækifæri bíða þjóðanna á norðurslóðum? Hvað er í pípunum á Grænlandi og hver gæti aðkoma Íslendinga verið? Fundurinn var haldinn í samstarfi við Rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál. Fundarstjóri var Martha Eiríksdóttir Erindi fluttu: Svend Hardenberg, stofnandi Greenland Invest og sveitastjóri í Qaasuitsup á Grænlandi Heiðar Már Guðjónsson, fjárfestir hjá Úrsus Haukur Óskarsson, framkvæmdastjórimeira

Íslendingar fæðast stórskuldugir

10/ 04/ 2013

Vefsíðan Ríkið.is var opnuð í dag en megintilgangur hennar er að vekja athygli á skuldastöðu ríkissjóðs og hvernig hún leggst einna þyngst á yngstu kynslóðir landsins. Á vefnum er að finna reiknivél þar sem gestir síðunnar geta stimplað inn helstu þætti um eigin fjárhag, svo sem mánaðarlaun og helstu neyslustærðir. Út frá því er sámeira