Ísland í klóm hrægamma?

25. Aug 2014

Þriðjudaginn 26. ágúst kl. 16:00 stendur RSE fyrir opnum fundi þar sem Hans Humes framkvæmdastjóri vogunarsjóðsins Greylock Capital heldur erindi um stöðu Íslands í gjaldeyrishöftum og um slitameðferð íslensku bankanna. Fundurinn verður haldinn í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands og er fundurinn öllum opinn. Fundarstjóri verður Sigurður Kári Kristjánsson lögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

Tækifæri á norðurslóðum

17. May 2013

Hvaða tækifæri bíða þjóðanna á norðurslóðum? Hvað er í pípunum á Grænlandi og hver gæti aðkoma Íslendinga verið? Fundurinn var haldinn í samstarfi við Rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál. Fundarstjóri var Martha Eiríksdóttir Erindi fluttu: Svend Hardenberg, stofnandi Greenland Invest og sveitastjóri í Qaasuitsup á Grænlandi Heiðar Már Guðjónsson, fjárfestir hjá Úrsus Haukur Óskarsson, framkvæmdastjórimeira

Íslendingar fæðast stórskuldugir

10. Apr 2013

Vefsíðan Ríkið.is var opnuð í dag en megintilgangur hennar er að vekja athygli á skuldastöðu ríkissjóðs og hvernig hún leggst einna þyngst á yngstu kynslóðir landsins. Á vefnum er að finna reiknivél þar sem gestir síðunnar geta stimplað inn helstu þætti um eigin fjárhag, svo sem mánaðarlaun og helstu neyslustærðir. Út frá því er sámeira

Fundur um efnahagslegt frelsi á Íslandi

14. Sep 2012

Mánudaginn 17. september næstkomandi, kl. 8.30, mun kanadíski hagfræðingurinn Dr. Michael Walker, stofnandi Fraser stofnunarinnar í Kanada, halda fyrirlestur á fundi RSE á Grand Hótel Reykjavík um stöðu efnahagslegs frelsis á Íslandi. Michael Walker Tilefni fundarins er útgáfa samanburðarskýrslu um efnahagslegt frelsi þjóða, hinnar svonefndu Frelsisvísitölu, sem Fraser stofnunin lætur reikna út ár hvert, enmeira

Kanada og Svíþjóð: Hví vegnar þeim svo vel?

09. May 2011

RSE efnir til málstofu um efnahagslega velgengni í Kanada og Svíþjóð í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnins kl. 12, föstudaginn 13. maí. Hvað geta Íslendingar lært af Kanadamönnum og Svíum til uppbyggingar nýs samfélags eftir hrun?   Framsögumenn verða Fred McMahon, varaforseti alþjóðlegra rannsókna hjá Fraser stofnuninni í Kanada og stjórnmálafræðingurinn og rithöfundurinn Fredrik Segerfeldt. Að loknum framsögummeira

Sumarháskóli RSE 27. – 29. maí

04. May 2011

Sumarháskóli RSE er nú haldinn í fimmta sinn. Fjallað er um ýmsar grundvallarspurningar um hugmyndafræði stjórnmála og efnahagsmála og í ár verður sérstaklega horft til framtíðarinnar hér á landi.   Í Sumarháskóla RSE verður sem áður boðið upp á fróðlega fyrirlestra og örvandi umræður. Meðal annars verður fjallað um fjármálakerfi og gjaldmiðla, markaðsfrelsi og höft,meira

The New North: Our World in 2050

22. Mar 2011

Föstudaginn 25. mars næstkomandi heldur Dr. Laurence C. Smith, prófessor í landafræði við Kaliforníuháskóla í Los Angeles, fyrirlestur um þær breytingar sem kunni að verða í ríkjum á norðurslóðum á komandi árum. Það eru RSE og Varðberg, sem standa sameiginlega að fundinum sem haldinn verður í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins og hefst kl. 12.   Laurence C.meira

Henri Lepage til Íslands

10. Sep 2008

Franski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Henri Lepage verður hér á landi í haust og heldur erindi á opnum fundi RSE. Fundurinn verður haldinn á Þjóðminjasafninu 2. október næstkomandi kl. 12. Lepage hefur komið víða við í umfjöllun um þjóðfélagsmál og í ríkum mæli fjallað um klassíska frjálshyggju. Þekktasta verk Henri Lepage er líklega bókin Demain, lemeira

Tom Palmer á opnum fundi

12. Jun 2008

Dr. Tom Palmer sem verður gestur RSE helgina 13.-15. júní og aðalfyrirlesari á Sumarháskóla RSE, heldur erindi á opnum fundi hjá Sambandi ungra sjálftæðismanna á efri hæð Café Sólon föstudaginn 13. júní um áhrif alþjóðavæðingar á einstaklingsfrelsi og efnahagslegt frelsi. Fundurinn hefst kl. 12.

Ókyrrð í efnahagsmálum: Markaðsbrestir eða pólitískir brestir

31. May 2008

RSE, Viðskiptablaðið og Viðskiptaráð standa fyrir morgunverðarfundi um efnahagsmál föstudaginn 6. júní nk. í Háskólanum í Reykjavík 3. hæð, kl. 8.15. Dr. Eamonn Butler, forstöðumaður Adam Smith Institute í London og höfundur bókarinnar The Best Book on The Market flytur erindi um efnhagsmál, stjórnmál og hið frjálsa hagkerfi.   Dr. Eamonn Butler er hér ámeira

Sumarháskólinn 2008: Frelsi og alþjóðavæðing

09. May 2008

Sumarháskóli RSE, verður starfræktur helgina 13. – 15. júní næstkomandi við  Háskólann á Bifröst undir yfirskriftinni, Frelsi og alþjóðavæðing.  Sérstakur gestur í sumarháskólanum í ár verður Dr. Tom Palmer, frá Cato stofnuninni í Bandaríkjunum. Meðal annars verður vikið að mannréttindamálum í heiminum og áhrif alþjóðavæðingar á einstaklingsfrelsi og efnahagslegt frelsi. Velt verður upp spurningum ummeira

Póstlisti

25. Mar 2008

RSE fréttabréfið kemur út nokkrum sinnum á ári. Nafn: Netfang:

Þjóðlendumál og eignarréttur

02. Mar 2008

RSE stendur fyrir málþingi um eignarrétt á landi, þjóðlendulögin og framkvæmd þeirra í Snorrastofu, Reykholti laugardaginn 8. mars n.k., ásamt Árnastofnun, Snorrastofu og Búnaðarsamtökum Vesturlands. Fræðimenn og sérfræðingar á sviði lögfræði og sagnfræði fjalla þar um eignarrétt og landnám í sögulegu ljósi. Um kirkjueignir á fjalllendi og afrétti og um heimildagildi Landnámu. Þá verður einnig fjallaðmeira

07. Feb 2008

RSE Centre for Social and Economic Research, is an independent, non partisan, non-profit organization in Reykjavik, Iceland, founded in 2004. Its mission is to further the understanding of private property and free-market ideas in a progressive, democratic society. RSE achieves its mission through publications and conferences. Its work is assisted by a council of academicmeira

Eignarréttur á auðlindum í jörðu

29. Nov 2007

Þriðjudaginn 4. desember næstkomandi stendur RSE fyrir málþingi um eignarrétt á auðlindum í jörðu. Fjallað verður um hverjir eigi auðlindirnar og hvernig eignarhaldi sé best fyrir komið. Málþingið fer fram á Hóteli Sögu (salur Harvard 2. hæð) og hefst kl. 16:00. Framsögumenn verða Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður og dósent við Háskóla Íslands og Ragnar Árnason prófessor viðmeira

Laffer um áhrif skattalækkana

15. Nov 2007

Vakin er athygli á málþingi um áhrif skattalækkana, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands efnir til í hádeginu, föstudaginn 16. nóvember næstkomandi,  í samstarfi við Samtök atvinnulífsins og ýmsa aðila. Þar mun einn kunnasti hagfræðingur heims, prófessor Arthur B. Laffer, tala um árangur af skattalækkunum. Laffer vakti heimsathygli, þegar hann setti fram þá kenningu á 8. áratug 20. aldar,meira

Málstofa um skattalækkanir og fjármálamiðstöðvar

12. Sep 2007

Vakin er sérstök athygli á málstofu um skattalækkanir og fjármálamiðstöðvar, sem fer fram í Hátíðarsal Háskóla Íslands, föstudaginn 14. septeber nk. kl. 13:00. Þar mun dr. Hannes H. Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, tala um íslenska efnahagsundrið og dr. Brendan Walsh, prófessor í hagfræði í University College í Dublin á Írlandi, tala um írska efnahagsundrið.meira

Málþing um kvótakerfið, þorskstofninn og byggðaþróun

25. Aug 2007

Fimmtudaginn 30. ágúst næstkomandi stendur RSE fyrir ráðstefnu um sjávarútvegsmál. Þar verður velt vöngum yfir því hver áhrif kvótakerfið hefur haft á stöðu þorskstofnsins annars vegar og sjávarbyggðanna hins vegar. Framsögumenn verða Helgi Áss Grétarsson hjá Lagastofnun HÍ, Ragnar Árnason prófessor við HÍ, Sveinn Agnarsson hjá Hagfræðistofnun HÍ og Ásgeir Jónsson hjá Kaupþingi. Fundurinn fer frammeira

Alþjóðavæðing og gjaldmiðlar

14. Aug 2007

Fimmtudaginn 23. ágúst næstkomandi mun RSE standa fyrir ráðstefnu um áhrif aukins efnahagslegs frelsis á stöðu gjaldmiðla í heiminum. Framsögumenn verða Benn Steil, forstöðumaður alþjóðahagfræðisviðs hjá Council on Foreign Relations, Gabriel Stein, aðalhagfræðingur alþjóðahagfræðisviðs hjá Lombard Street Research, Manuel Hinds, fyrrum fjármálaráðherra El Salvador og Ársæll Valfells, lektor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Ráðstefnanmeira

Um RSE bloggið

12. Jul 2007

RSE er sjálfstæð og óháð rannsóknarmiðstöð, sem hefur það að markmiði að efla skilning á mikilvægi eignaréttar og frjálsra viðskipta fyrir framsækið lýðræðislegt samfélag. Stofnunin vinnur að markmiðum sínum m.a. með rannsóknum, funda- og ráðstefnuhaldi, fræðslustarfsemi og margskonar útgáfu. Bloggsíða RSE er hluti af þessu starfi. Miðlað verður áhugaverðu efni á verkefnasviðum stofnunarinnar. Um er að ræða lifandi miðil þarmeira