Tekjudreifing, skattar og tekjujöfnun

25. Aug 2014

Út er komið fræðiritið Tekjudreifing, skattar og tekjujöfnun, sem RSE hefur gefið út í samstarfi við Almenna bókafélagið. Ritið er afrakstur rannsóknarverkefni sem RSE hefur styrkt um nokkurra ára skeið. Ristjórar eru Dr. Ragnar Árnason og Dr. Birgir Þór Runólfsson, en auk þeirra eiga Dr. Hannes H. Gissurarson, Dr. Helgi Tómasson, Axel Hall og Arnaldurmeira

Hagfræði í hnotskurn

17. Nov 2008

Bókafélagið Ugla og RSE hafa gefið út hið sígilda hagfræðirit Hagfræði í hnotskurn eftir Henry Hazlitt, í íslenskri þýðingu Haraldar Johannessen ritstjóra Viðskiptablaðsins. Í ritinu dregur Hazlitt saman ýmis grunnatriði hagfræðinnar og fjallar að auki um ýmsar hagfræðilegar ranghugmyndir sem sífellt skjóta upp kollinum í þjóðfélagsumræðunni. Fyrsta útgáfa kom út árið 1946 og varð straxmeira

Þjóðareign á PDF

29. Apr 2008

Fyrir rúmu ári gaf RSE út ritgerðarsafnið Þjóðareign, þar sem fjallað var um hugmyndir um að festa í stjórnarskrá ákvæði um „þjóðareign“ á auðlindum sjávar. Nú hefur RSE ákveðið að gera ritið aðgengilegt á PDF-formi á netinu. Ritið er að finna hér. Höfundar efnis eru Davíð Þorláksson lögfræðingur, Guðrún Gauksdóttir dósent, Ragnar Árnason prófessor, Sigurgeirmeira

Cutting Taxes to Increase Prosperity

25. Feb 2008

Út er komin ný bók í ritröð fræðirita hjá RSE. Heiti bókarinnar er Cutting Taxes to Increase Prosperity (Skattalækkanir til kjarabóta) og er um að ræða safn ritgerða um skattamál. Ristjórar bókarinnar eru Hannes H. Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og Tryggvi Þór Herbertsson forstjóri Aska Capital. Meðal höfunda eru Edward Prescott nóbelsverðlaunahafi ímeira

Rit um Þjóðareign komið út

14. Mar 2007

Bókafélagið Ugla hefur í samstarfi við RSE gefið út ritið: Þjóðareign: Þýðing og áhrif stjórnarskrárákvæðis um þjóðareign á auðlindum sjávar. Um er að ræða ritgerðarsafn RSE, sem er hluti af ritröð fræðirita RSE. Höfundar efnis eru Davíð Þorláksson lögfræðingur, Guðrún Gauksdóttir dósent, Ragnar Árnason prófessor, Sigurgeir B. Kristgeirsson framkvæmdastjóri og Sigurður Líndal prófessor emeritus. Ristjórimeira

Landið frelsað: Rökin fyrir einkaframtaki í skipulagsmálum

25. May 2006

Á dögunum hélt Dr. Mark Pennington, lektor hjá Queen Mary’s College, University of London, erindi á málfundi RSE, sem haldinn var í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, þar sem hann fór yfir rökin fyrir einkaframtaki í skipulagsmálum. Hér er aðgengileg á PDF-formi bók Penningtons um efnið sem kom út árið 2002.

Leyndardómur fjármagnsins

30. Jan 2006

Leyndardómur fjármagnsins kom fyrst út á árinu 2000 og hefur vakið mikla athygli og umtal. Þýðingin er sú fyrsta í röð þýðinga á mikilvægum ritum um nútíma efnahagsmál sem RSE hyggst gefa út. Bókina þýddi Árni Óskarsson. Jónas Haralz las þýðinguna yfir og lagfærði. Ritstjórn var í höndum Ragnars Árnasonar og Birgis Þórs Runólfssonar, semmeira