Tekjudreifing, skattar og tekjujöfnun

25/ 08/ 2014

Út er komið fræðiritið Tekjudreifing, skattar og tekjujöfnun, sem RSE hefur gefið út í samstarfi við Almenna bókafélagið. Ritið er afrakstur rannsóknarverkefni sem RSE hefur styrkt um nokkurra ára skeið. Ristjórar eru Dr. Ragnar Árnason og Dr. Birgir Þór Runólfsson, en auk þeirra eiga Dr. Hannes H. Gissurarson, Dr. Helgi Tómasson, Axel Hall og Arnaldur Sölvi Kristjánsson greinar í ritinu. Hér má lesa inngang ritsins og um helstu niðurstöður.