Ísland í klóm hrægamma?

25/ 08/ 2014

Þriðjudaginn 26. ágúst kl. 16:00 stendur RSE fyrir opnum fundi þar sem Hans Humes framkvæmdastjóri vogunarsjóðsins Greylock Capital heldur erindi um stöðu Íslands í gjaldeyrishöftum og um slitameðferð íslensku bankanna. Fundurinn verður haldinn í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands og er fundurinn öllum opinn. Fundarstjóri verður Sigurður Kári Kristjánsson lögmaður og fyrrverandi alþingismaður.