• RSE
RSE

Markmið RSE er að auka skilning á mikilvægi frjálsra viðskipta og eignaréttinda fyrir lýðræðislegt og framsækið þjóðfélag og hyggst ná markmiðum sínum með rannsóknum, fræðslu, útgáfu, ráðstefnum og annarri starfsemi.

RSE, rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál, var stofnuð haustið 2004 af Ragnari Árnasyni prófessor, Birgi Þór Runólfssyni dósent, Jóhanni J. Ólafssyni stórkaupmanni, Jónasi Haralz fyrrverandi bankastjóra, og Birgi Tjörva Péturssyni héraðsdómslögmanni.

Fátækt og ójöfnuður af sjónarhóli stjórnmálaheimspekinnar

30/ 01/ 2007

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, flytur opinberan fyrirlestur um fátækt og ójöfnuð af sjónarhóli stjórnmálaheimspekinnar í Háskóla Íslands miðvikudaginn 31. janúar 2007 kl. 16.00 í stofu 101 í Odda.

Tekjudreifing á Íslandi frá 1993

11/ 01/ 2007

Þriðjudaginn 16. janúar 2007, kl. 16:00, flytur Ragnar Árnason prófessor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands og formaður rannsóknarráðs RSE fyrirlestur sem nefnist Tekjudreifing á Íslandi frá 1993.   Í fyrirlestrinum er fjallað um tekjudreifingu á Íslandi og þróun hennar frá árinu 1993. Farið er yfir helstu mælikvarða á tekjudreifingu og rætt um kosti þeirrameira

Yfirgefum G10

14/ 12/ 2006

Undanfarinn áratug hefur Ísland siglt hraðbyri í frjálsræðisátt. Fjármagnsflutningar hafa verið gefnir frjálsir, skikki komið á ríkisfjármálin og skuldir greiddar, ríkisfyrirtæki einkavædd, skattar á fyrirtæki lækkaðir og rammi hagstjórnar er orðinn eins og best verður á kosið. Á einu sviði hefði þó mátt ganga hraðar fram – á vettvangi alþjóðaviðskipta.

Hver á íslenska náttúru?

22/ 11/ 2006

RSE stendur fyrir ráðstefnu um náttúruauðlindir þar sem leitast verður við að varpa nýju ljósi á umræðu um umhverfismál. Hver á íslenska náttúru? Almenningur, ríkið, bændur? Er íslensk náttúra markaðsvara? Ráðstefnan verður haldin á Grand Hóteli, miðvikudaginn 6. desember nk. og stendur milli kl. 13 og 16.30.   Hver á íslenska náttúru? Ráðstefna um eignarréttmeira